Starfsmannahátíðarferð Síldarvinnslunnar verður farin til Gdansk og þar dvalið dagana 27. október til 1. nóvember nk. Skráningarfrestur í ferðina var upphaflega til 20. júlí en nú hefur fresturinn verið framlengdur til 30.júlí. Þátttakendur í ferðinni verða starfsmenn Síldarvinnslunnar, Bergs – Hugins og Bergs ásamt mökum. Dvalið verður á þremur hótelum í miðborg Gdansk.
Flugin í tengslum við starfsmannahátíðina verða þrjú talsins:
- Flug 1: 27. okt. Egilsstaðir – Gdansk og 31. okt. Gdansk – Egilsstaðir
- Flug 2: 28. okt. Egilsstaðir – Gdansk og 1.nóv. Gdansk – Egilsstaðir
- Flug 3: 28. okt. Keflavík – Gdansk og 1.nóv. Gdansk – Keflavík
Nánari upplýsingar um skipulag ferðarinnar veitir Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, í síma 470-7050 eða .