Gott stuð á síðustu starfsmannahátíð   Ljósm: Guðlaugur BirgissonGott stuð á síðustu starfsmannahátíð. Ljósm. Guðlaugur BirgissonStarfsmannahátíð Síldarvinnslunnar verður haldin í íþróttahúsinu í Neskaupstað hinn 17. október næstkomandi. Að vanda verður hátíðin hin glæsilegasta. Boðið verður upp á kræsingar eins og þær gerast bestar og mikið verður lagt í skemmtiatriði. Að lokum verður dansað fram á rauðanótt.
 
Veislustjórar verða leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason og á meðal skemmtiatriða verður tónlist úr bestu sýningum Rigg-viðburða. Hljómsveit Rigg-viðburða mun síðan leika fyrir dansi ásamt söngvurunum Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur og Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Allir ættu að geta skemmt sér konunglega á hátíðinni.
 
Gert er ráð fyrir að gestir á hátíðinni verði um 500 talsins.