Veislustjórar verða leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason og á meðal skemmtiatriða verður tónlist úr bestu sýningum Rigg-viðburða. Hljómsveit Rigg-viðburða mun síðan leika fyrir dansi ásamt söngvurunum Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur og Friðriki Ómari Hjörleifssyni. Allir ættu að geta skemmt sér konunglega á hátíðinni.
Gert er ráð fyrir að gestir á hátíðinni verði um 500 talsins.