Sopot, nágrannabær Gdansk, en þar gistu starfsmenn Síldarvinnslunnar 2017. Ljósm. Guðlaugur BirgissonSopot, nágrannabær Gdansk, en þar gistu starfsmenn
Síldarvinnslunnar 2017. Ljósm. Guðlaugur Birgisson
 
Ákveðið hefur verið að næsta starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar verði haldin í Gdansk í Póllandi 14. nóvember nk. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að starfsmanna- og afmælishátíð fyrirtækisins árið 2017 var einmitt haldin í Gdansk og tókst frábærlega vel. Ráðgert er að flogið verði frá Egilsstöðum til Gdansk 12. og 13. nóvember og til baka 15. og 16. nóvember. Mun  hópurinn væntanlega gista á tveimur til þremur hótelum á meðan á dvölinni í Póllandi stendur. Nánari upplýsingar um ferðina og hátíðina verða veittar síðar.
 
Ferðaskrifstofa Akureyrar mun annast skipulagningu ferðarinnar.
 
Gdansk er áhugaverð borg sem á sér merka sögu. Ljósm. Guðlaugur BirgissonGdansk er áhugaverð borg sem á sér merka sögu.
Ljósm. Guðlaugur Birgisson