Starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar hf. verður haldin á morgun, laugardaginn 24.10.2009.  Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk og hefst borðhaldið kl. 20:00.  Veislustjóri verður Gísli Einarson sem er kunnastur fyrir þætti sína Út og suður í sjónvarpinu og ekki skemmir að hann á ættir sínar að rekja til Norðfjarðar.   Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum mun hljómsveitin Mono leika fyrir dansi.

Góða skemmtun