Starfsmannahátíð Síldarvinnslunnar hf. var haldin föstudaginn 3. júni í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Alls voru tæplega 400 manns, bæði starfsfólk og makar svo og aðrir gestir. Hátíðin tókst vel en Bautinn á Akureyri sá um matinn og að gera íþróttahúsið að glæsilegum veitingastað.
Síldarvinnslan hf. hlaut Varðbergið 2011 sem eru forvarnarverðlaun TM. TM veitir því fyrirtæki verðlaunin sem þykir hafa skarað fram úr í forvörnum gegn óhöppum og slysum. Jón Hlífar Aðalsteinsson, skipstjóri, tók við Varðberginu en Bjartur NK var án allra óhappa árið 2010.
Hefð er fyrir því að þakka sérstaklega starfsmönnum sem hafa lokið störfum frá síðustu starfsmannahátið og að þessu sinni voru það fjórir starfsmenn. Þorsteinn Ársælsson, starfsmaður í Fiskimjölsverksmiðju, Jón Sigurðsson, bátsmaður á Bjarti NK, Jón Hlífar Aðalsteinsson, skipstjóri á Bjarti NK og Hjördís Arnfinnsdóttir, starfskona á rannsóknarstofu Fiskimjölsverksmiðju SVN en hún var jafnframt með lengsta starfsaldurinn, hafði unnið hjá fyrirtækinu frá stofnun þess 1957. Þökkum við þeim kærlega vel unnin störf í gegnum tíðina.