Fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja og Háskóla Íslands á stefnumótinu sl. þriðjudag. Talið frá vinstri: Örvar Guðni Arnarsson, Ægir Páll Friðbertsson, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Ásta Dís Óladóttir, Friðrik Friðriksson og Sigurður Ólafsson. Ljósm. Kristinn IngvarssonFulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja og Háskóla Íslands á stefnumótinu
sl. þriðjudag. Talið frá vinstri: Friðrik Friðriksson, Örvar Guðni Arnarsson, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Ásta Dís Óladóttir, Ægir Páll Friðbertsson og Sigurður Ólafsson.
Ljósm. Kristinn Ingvarsson
Á yfirstandandi misseri býður Háskóli Íslands upp á námskeiðið Rekstur í sjávarútvegi. Það er Viðskiptafræðideild skólans sem stendur fyrir námskeiðinu en það er opið nemendum á þriðja ári í grunnnámi og öllum sem leggja stund á framhaldsnám við skólann. Í námskeiðinu er viðfangsefnið nálgast með þverfræðilegum hætti og koma fræðimenn á sviði viðakiptafræði, verkfræði, lögfræði, hagfræði og matvælafræði að kennslunni. Þá hafa nemendur farið í vettvangsheimsóknir til sjávarútvegsfyrirtækja. Umsjón með námskeiðinu hefur Ásta Dís Óladóttir lektor.
 
Sl. þriðjudag áttu nemendur í námskeiðinu stefnumót við nokkra fulltrúa sjávarútvegsfyrirtækja. Á stefnumótinu fluttu þeir Örvar Guðni Arnarsson frá Ísfélagi Vestmannaeyja, Ægir Páll Friðbertsson frá Brim, Friðrik Friðriksson frá HB-Granda og Sigurður Ólafsson frá Síldarvinnslunni erindi um ýmis mikilvæg málefni sem snerta sjávarútveginn. Í erindinum var meðal annars fjallað um þróun greinarinnar, markaðsmál og þætti sem hafa áhrif á rekstur og starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurður Ólafsson gerði í erindi sínu grein fyrir starfsemi Síldarvinnslunnar, starfsmannastefnu, öryggismálum og líðan starfsfólks á vinnustað. Að loknum erindunum áttu sér stað fjörlegar umræður.
 
Það hlýtur ávallt að vera fagnaðarefni þegar æðstu menntastofnanir þjóðarinnar gefa grunnatvinnugrein eins og sjávarútvegi einhvern gaum og taka til umfjöllunar málefni sem snerta hann sérstaklega.