Byggðastofnun hélt stjórnarfund í Neskaupstað sl. föstudag og notaði tækifærið til að kynna sér atvinnulífið á staðnum. Stjórnin ásamt fylgdarliði heimsótti meðal annars fiskiðjuver Síldarvinnslunnar þar sem hún naut fyrirlesturs um sögu fyrirtækisins og fylgdist með loðnufrystingu. Þegar stjórnina bar að garði var verið að landa loðnu úr Bjarna Ólafssyni AK og frysta hana fyrir Japansmarkað og einnig fyrir austur-evrópskan markað þannig að það var handagangur í öskjunni.