Stór og falleg norsk-íslensk eðalsíld. Ljósm. Hákon ErnusonStór og falleg norsk-íslensk eðalsíld. Ljósm. Hákon ErnusonVinnsla á norsk-íslenskri síld hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sl. mánudag. Þá kom Beitir NK með 700 tonn og í kjölfar hans kom Birtingur NK með 650 tonn. Beitir kom síðan á ný til löndunar í morgun með 700 tonn. Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu segir að síldin sé afar stór og góð, sannkölluð eðalsíld, og vinnslan gangi vel. „Við framleiðum allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum og hráefnið er afar gott. Síldin er stór og falleg og ekkert af smásíld í aflanum. Þetta er norsk-íslensk síld eins og hún gerist best og hentar vel bæði til flökunar og heilfrystingar. Þetta er í reynd allt eins og best verður á kosið. Nú skiptir bara öllu máli að vel gangi að selja þessa gæðavöru,“ sagði Jón Gunnar.