Í dag verður nýjum Berki formlega gefið nafn við skírnarathöfn sem hefst klukkan 11:00 á bæjarbryggjunni í Neskaupstað. Starfsmenn, bæjarbúar og aðrir eru hvattir til að koma og vera viðstaddir skírnina. En streymt verður frá skírninni í beinni útsendingu fyrir þá sem vilja fylgjast með en geta ekki mætt á athöfnina. Streymið er hér eða á streymisrás Síldarvinnslunnar á youtube.