Hér er birtur myndbandsfyrirlestur um Covid 19 veiruna frá Vinnuvernd. Það er hjúkrunarfræðingurinn og Norðfirðingurinn Vilborg Egilsdóttir sem flytur fyrirlesturinn. Í fyrirlestrinum er í stuttu máli fjallað um covid 19 sjúkdóminn, smitleiðir, fyrirbyggingu smits og helstu áhættuhópa. Fyrirlesturinn tekur einungis rúmar 11 mínútur en í honum koma fram lykilatriði sem ættu að gagnast öllum. Eru allir starfsmenn Síldarvinnslunnar eindregið hvattir til að gefa sér tíma, horfa á fyrirlesturinn og njóta þeirrar gagnlegu fræðslu sem þar kemur fram.