Ísfisktogarinn Gullver NS hélt til veiða að afloknu sumarfríi skipshafnar hinn 26. júlí sl. Skipið kom síðan til löndunar á Seyðisfirði 31. júlí. Strax eftir verslunarmannahelgina hófst vinnsla í frystihúsi Gullbergs ehf. að afloknu sumarfríi starfsfólksins þar. Gullver hélt til veiða á ný sl. þriðjudag og kom inn í gær með liðlega 100 tonna afla. Uppistaða aflans var þorskur, ufsi og karfi.