Grillað í veðurblíðunni. Ljósm. Ómar Bogason

Í gær, á sumardaginn fyrsta, gerði starfsfólk frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sér dagamun. Safnast var saman utan við frystihúsið í hádeginu, grillaðir hamborgarar og skemmti fólk sér hið besta. Hamborgararnir voru snæddir í glampandi sól og blíðu og var útiverunnar notið til hins ítrasta. Er það einlæg von manna að veðurblíðan í gær gefi fyrirheit um yndislegt austfirskt sumar.

Hamborgararnir smökkuðust vel. Ljósm. Ómar Bogason