Börkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kom til Neskaupstaðar sl. þriðjudag með fullfermi af kolmunna úr færeysku lögsögunni. Veiðiferðin hófst hinn 7. maí og stóð því yfir í rétta viku. Um borð í skipinu í þessari veiðiferð var Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður og sagnfræðingur frá Sauðárkróki en tilgangurinn með veru hans um borð var að gera 360 gráðu sýndarveruleikamynd um veiðar skipsins og lífið og störfin um borð. Heimasíðan innti Árna eftir því hvernig þetta verkefni hefði komið til: „Ég fékk styrk frá Rannsóknasjóði síldarútvegsins til þess að gera 360 gráðu sýndarveruleikaefni um veiðar á síld og loðnu. Til stóð að mynda loðnuveiðar en allir vita að það var engin loðnuveiði sl. vetur og þá var tekin sú ákvörðun, í samráði við Valdimar Gunnarsson hjá Rannasóknasjóðnum, að mynda kolmunnaveiðar í stað loðnuveiðanna. Ég vissi að Síldarvinnslan átti mikinn kolmunnakvóta og hafði samband við fyrirtækið og fór þess á leit að fá að fara í kolmunnatúr á skipi í eigu þess. Mér var afskaplega vel tekið og var munstraður um borð í Börk NK,“ segir Árni.
 
. Farið var á léttabátnum á Berki til að mynda skipið að veiðum. Atli Rúnar Eysteinsson stýrimaður er við stýrið en á bak við hann situr Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður. Ljósm. Pétur FreysteinssonFarið var á léttabátnum á Berki
til að mynda skipið að veiðum.
Atli Rúnar Eysteinsson stýrimaður
er við stýrið en á bak við hann situr Árni Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður.
Ljósm. Pétur Freysteinsson
Árni er afar ánægður með veiðiferðina á Berki og ber áhöfninni vel söguna. „Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri og áhöfn hans gerðu þetta verkefni mitt auðvelt. Það tóku mér allir afar vel um borð og voru hjálplegir. Ég tók líka viðtöl við alla í áhöfninni og fylgdist með störfum hvers og eins. Það eru toppmenn á Berki, það fer ekkert á milli mála. Ég tók upp 360 gráðu sýndarveruleikaefnið og einnig efni á venjulega kvikmyndavél. Nú á ég efni í um hálftíma heimildamynd um veiðiferðina en það mun líklega taka um þrjár vikur að klippa það saman. Síðan er ráðgert að frumsýna myndina á Fiskideginum mikla á Dalvík í sumar. Þar munu tíu manns geta séð hana samtímis í gegnum sýndarveruleikagleraugu. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út en ég held að þetta verði úrvalsefni,“ segir Árni að lokum.
 
Árni Gunnarsson kominn í land að afloknum kolmunnatúrnum á Berki, en engu að síður búinn myndavél og hljóðnema. Ljósm. Smári GeirssonÁrni Gunnarsson kominn í land að afloknum kolmunnatúrnum á Berki, en engu að síður búinn
myndavél og hljóðnema. Ljósm. Smári Geirsson
Árni hefur áður gert efni um ýmsar veiðar og má þar nefna mynd um þorskveiðar allt frá því þegar veiðarfæri fer í sjó og þar til fiskurinn sem veiðist hafnar á diski neytandans. Þessi mynd hefur töluvert verið notuð af skólum og athyglisvert er að hún hefur verið notuð á öllum skólastigum; í grunnskóla, framhaldsskóla og einnig í háskóla. Allir skólar geta fengið þessa mynd til sýningar sér að kostnaðarlausu með því að senda erindi á . Árni hefur einnig gert nokkrar myndir undir heitinu Sjómannslíf og hafa þær verið sýndar í Ríkissjónvarpinu á sjómannadegi undanfarin ár. Þær myndir eru til dæmis teknar um borð í ísfisktogara, frystitogara, makrílskipi, loðnuskipi og smábátum.