Sá afli sem kom til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á veiðitímabilinu nam 38.262 tonnum. Tekið var á móti 23.076 tonnum af makríl, 11.930 tonnum af norsk-íslenskri síld og 3.256 tonnum af íslenskri sumargotssíld en drjúgur hluti af sumargotssíldinni var meðafli undir lok vertíðarinnar. Þessi afli kom frá þremur skipum, Berki NK, Beiti NK og Bjarna Ólafssyni AK. Aflinn skiptist á skipin sem hér segir:
Makríll | Norsk-íslensk síld | Íslensk sumargotssíld | Samtals | |
Börkur NK | 8.550 | 5.236 | 1.452 | 15.238 |
Beitir NK | 8.734 | 4.886 | 1.682 | 15.302 |
Bjarni Ólafsson AK | 5.792 | 1.808 | 122 | 7.722 |
Fyrir utan þann makríl- og síldarafla sem landað var til vinnslu í fiskiðjuverinu lönduðu fjögur vinnsluskip frystum makríl og síld í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Frystar afurðir þeirra námu 22.678 tonnum. Skipin sem hér um ræðir eru Vilhelm Þorsteinsson EA, Hákon EA, Kristina EA og grænlenska skipið Polar Amaroq. Þá lönduðu vinnsluskipin samtals 7.970 tonnum af afskurði og fráflokkuðum fiski í fiskimjölsverksmiðjuna í Neskaupstað.
Á framansögðu má sjá að á nýliðinni makríl- og síldarvertíð bárust samtals 68.910 tonn af makríl og síld til Neskaupstaðar.