Neistaflugsgolfmót GN og Síldarvinnslunnar hf. fór fram á Grænanesvelli s.l. laugardag í ágætu veðri þótt ekki væri sól og dálítið kulaði fyrripartinn.
Það voru 111 keppendur sem luku leik í mótinu og hafa ekki áður jafn margir keppendur verið í golfmóti á Austurlandi.  Síldarvinnslan hf. styrkti mótið veglega eins og undanfarin ár og voru helstu úrslit þessi:

Opinn flokkur – punktakeppni
Brynjar Örn Rúnarsson GN á 43 punktum
Skarphéðinn Ívarsson GH á 42 punktum
Hermann Ísleifsson GBE á 42 punktum
Elvar Árni Sigurðsson GN á 41 punkti
Óttar Helgi Einarsson GKG á 39 punktum

Unglingaflokkur
Óðinn Þór Ríkharðsson GKG á 77 höggum
Bogi Ísak Bogason GR á 82 höggum

Kvennaflokkur
Birna Dögg Magnúsdóttir GH á 91 höggi
Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir GO á 93 höggum
Steinunn L. Aðalsteinsdóttir GN á 94 höggum

Karlaflokkur
Ágúst Jensson GMS á 72 höggum
Bogi Nils Bogason GR á 73 höggum e. bráðabana
Hrafn Guðlaugsson GFH á 73 höggum

Fjórir fengu nándarverðlaun og níu hamingjusamir þátttakendur fengu frosinn fisk í útdrætti úr skorkortum.

Það er gaman að segja frá því að þessir 111 þátttakendur komu frá 22 klúbbum sem er líka met í mótinu.

Golfklúbbur Norðfjarðar þakkar Síldarvinnslunni hf., Versluninni Útilíf í Reykjavík og Fjarðasporti Neskaupstað fyrir frábæran stuðning við mótshaldið og þar með klúbbinn.