Í tengslum við tæknidag fjölskyldunnar næstkomandi laugardag verður tekið á móti gestum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar frá  kl. 10.30-12.00. Engin vinnsla fer fram í verinu á þeim tíma en gestir munu geta skoðað allan tæknibúnað undir leiðsögn og horft á myndir sem sýna vinnsluferilinn.
 
Fiskiðjuverið er á meðal fullkomnustu verksmiðja sinnar tegundar og allir sem ekki þekkja starfsemi þess ættu að grípa tækifærið á laugardaginn og koma í heimsókn.