Veislustjórar á hátíðinni verða leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason. Hljómsveit Rigg-viðburða mun skemmta ásamt söngvurunum Siggu Beinteins, Hreimi og Friðriki Ómari. Þá munu gestir fá að njóta afraksturs heimsókna Hraðfréttamanna.
Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum verður dansað til kl. 03 um nóttina og mun hljómsveit Rigg-viðburða ásamt fyrrnefndum söngvurum sjá um að halda uppi góðu stuði.
Matseðillinn á hátíðinni er svofelldur:
- Forréttur: Fimm rétta tapasveisla
- Aðalréttur: Koníksmarinerað heilsteikt lambafille og grilluð nautalund með fondantkartöflu, sveppasósu og grænmeti
- Eftirréttur: Súkkulaðikaka með rjóma og ávöxtum