Bjartur NK

Aflabrögð togara Síldarvinnslunnar hafa verið þokkaleg frá áramótum, en
veður hefur töluvert hamlað veiðum.

Ísfisktogarinn Bjartur NK kom nú í vikunni úr sinni fjórðu veiðiferð á
árinu.
  Aflinn var 40 tonn, þar af 20
tonn þorskur.
  Veður var einkar slæmt í veiðiferðinni
og því var aflinn óvenju rýr.
  Bjartur NK
hefur alls aflað um 330 tonn frá áramótum og er þorskur og ufsi uppistaða
aflans.

Frystitogarinn Barði NK hélt til veiða 5. janúar og lauk veiðiferðinni
s.l. laugardag.
  Landaði hann 320 tonnum
(upp úr sjó) og er aflaverðmætið 93 milljónir króna.
  Uppistaða aflans var ufsi, karfi og grálúða.

 Bjartur heldur á ný til veiða á morgun, fimmtudag, en Barði hinn 6. febrúar.