Börkur NK með fullfermi af kolmunna. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK með fullfermi af kolmunna. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kom á kolmunnamiðin austur af Færeyjum á föstudagskvöld og þegar þetta er ritað hefur skipið tekið fjögur hol og aflinn er á milli 1200 og 1300 tonn. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri lætur þokkalega af veiðinni. „Við erum búnir að taka fjögur hol. Fyrstu tvo holin voru stutt en þau tvö seinni lengri eða um og yfir 20 tíma. Við vorum að ljúka við að dæla rétt rúmlega 400 tonnum úr síðasta holinu eftir að hafa dregið í um 20 tíma. Það lóðar ágætlega hérna en það kemur minna út úr þessu hjá okkur en ætla mætti af lóðinu. Fiskurinn virðist vera að síga í austurátt um þessar mundir. Veðrið hefur verið gott síðan við hófum veiðar, í reynd sannkölluð renniblíða,“ sagði Hálfdan.