Landað úr Gullver NS. Ljósm. Ómar Bogason

Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði í gærmorgun með rúmlega 100 tonna afla eftir fjóra daga á veiðum. Þórhallur Jónsson skipstjóri segir að þokkalegt fiskirí hafi verið. „Það er ekki undan neinu að kvarta og veðrið var meira að segja með alskásta móti. Við veiddum í Berufjarðarálnum og á Hvalbaksgrunni og aflinn var blandaður en mest þorskur og ýsa,“ segir Þórhallur.

Megnið af afla Gullvers fór til vinnslu í frystihúsinu á Seyðisfirði.