Ísfisktogarinn Gullver NS kom til Seyðisfjarðar klukkan sjö í morgun að aflokinni veiðiferð. Afli skipsins er blandaður, mest þorskur og karfi. Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri segir að túrinn hafi verið þokkalegur. „Okkur gekk vel að fá karfann en það var mun fyrirhafnarmeira að ná þorskinum. Við byrjuðum í Berufjarðarálnum, síðan var veitt á Papagrunni og austur á Fæti og loks á Langabanka. Það var hið besta veður í túrnum en þó fengum við suðaustankalda í lokin,“ segir Rúnar.
Gullver mun halda til veiða á ný síðdegis í dag.