Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf. sem haldinn var fimmtudaginn 5. september síðastliðinn urðu þau tímamót að konur voru í fyrsta sinn kjörnar í stjórn og varastjórn félagsins. Þær Anna Guðmundsdóttir og Björk Þórarinsdóttir voru kjörnar í aðalstjórn og Arna Bryndís Baldvins McClure í varastjórn.
Á aðalfundinum var samþykkt að fjölga stjórnarmönnum úr þremur í fimm en kynjahlutföllin í nýju stjórninni eru í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.
Hin nýkjörna stjórn Síldarvinnslunnar er þannig skipuð:
Anna Guðmundsdóttir
Björk Þórarinsdóttir
Freysteinn Bjarnason
Ingi Jóhann Guðmundsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
Varamenn:
Arna Bryndís Baldvins McClure
Halldór Jónasson
Síldarvinnslan var stofnuð 11. desember 1957 þannig að konur koma fyrst að stjórnun félagsins eftir 56 ára starf. Það eru svo sannarlega ánægjuleg tíðindi.