Bjartur NK.Það er heldur þungt hljóðið í mönnum á kolmunnamiðunum. Að undanförnu hefur veiðin verið treg og útlitið sýnist mönnum ekki vera neitt sérstaklega bjart. Algengt er að skipin hafi verið að fá um 200 tonn eftir að hafa togað í rúman sólarhring. Börkur er kominn með 1570 tonn og Beitir um 1600 tonn. Birtingur hélt til veiða eftir sjómannadag seinna en fyrrnefndu skipin og er hann kominn með um 380 tonn.

Frystitogarinn Barði kom til hafnar í gær til að skipta um hlera og taka umbúðir. Áformað var að Barði legði stund á veiðar á úthafskarfa þessa dagana en karfinn hefur látið bíða eftir sér og hafa íslensku skipin gefist upp á veiðunum, allavega í bili. Ákveðið var að Barði færi á grálúðuveiðar og eru þær hafnar. Ísfisktogarinn Bjartur er að landa en afli hans er 95 tonn, uppistaðan ufsi og þorskur.