Sandfell SUSandfell SULoðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði hefur fest kaup á Óla á Stað GK-99 sem fengið hefur nafnið Sandfell SU-75. Báturinn kom til Fáskrúðsfjarðar í dag og fer móttökuathöfn fram á Fosshótelinu á Fáskrúðsfirði frá kl 17:00-19:00. Sandfell er 30 brúttótonn og 15 metra langur línubátur, smíðaður árið 2014 hjá Seiglu á Akureyri. Sandfell mun verða fyrsti krókamarksbáturinn sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út. Síldarvinnslan hf. óskar áhöfn Sandfells SU og Loðnuvinnslunni til hamingju með nýjan bát.