Heilsufarsskoðun starfsmanna Síldarvinnslunnar hófst í október. Nú liggur fyrir að nokkur hluti starfsmannanna hefur ekki mætt í slíka skoðun. Afar mikilvægt er að allir notfæri sér þetta tækifæri til að láta skoða heilsufarið og enn er tækifæri til þess. Þeir sem ekki hafa þegar farið í skoðun geta pantað tíma hjá heilsugæslunni í Neskaupstað (sími 470-1450) og mun skoðun fara fram dagana 8., 9. og 15. desember.
 
  • Starfsmenn á aldrinum 30-39 ára hringja og panta skoðunartíma á áðurnefndum dögum.

  • Starfsmenn 40 ára og eldri panta einnig tíma, en þeir þurfa að mæta í blóðprufu einum til þremur dögum fyrir skoðunina. Blóðprufur eru teknar alla virka daga á milli kl 8 og 10.

                             
SINNUM HEILSUNNI OG MÆTUM Í SKOÐUN !