Eftirtaldar reglur skulu gilda innan fyrirtækisins vegna COVID-19:

  1.  Starfsmenn leggi áherslu á handþvott og notkun sótthreinsivökva.
  2. Tryggt verði að helstu snertifletir starfsstöðva verði sótthreinsaðir reglulega t.d. hurðarhúnar, borð o.s.frv.
  3. Óviðkomandi er bannaður aðgangur að starfsstöðvum. Gestir sem þurfa nauðsynlega að komast inn á starfsstöð hafi samband við ábyrgðaraðila og fái heimsóknarheimild.
  4. Starfsmenn skulu ekki fara á milli starfsstöðva fyrirtækisins að nauðsynjalausu og skulu þeir afla sér heimilda ábyrgðaraðila ef það er nauðsynlegt.
  5. Farið er fram á að starfsmenn fari ekki í ferðalög nema brýna nauðsyn beri til og á það bæði við um ferðalög innanlands og til útlanda. Starfsmaður skal láta viðkomandi yfirmann vita ef hann nauðsynlega þarf að ferðast.
  6. Ef starfsmenn hafa ferðast nýlega eða eru að ferðast skulu þeir gera ábyrgðaraðila grein fyrir ferðum sínum áður en þeir koma til starfa á ný.
  7. Áhersla skal lögð á að nota fjarfundabúnað eða síma til fundarhalda í stað snertifunda.


Starfsmenn eru hvattir til að afla sér upplýsinga og kynna sér leiðbeiningar á covid.is.