Skip Síldarvinnslunnar hf. Barði NK og Bjartur NK fóru til veiða 2. janúar og kom Bjartur NK inn til löndunar í dag og heldur til veiða strax að lokinni löndun.  Barði NK er nú í sinni fyrstu veiðferð með splunkunýtt vinnsluþilfar og gengur vinnslan ágætlega.  Barði NK er væntanlegur til löndunar um 20. janúar.

Börkur NK fer væntanlega til síldveiða á föstudag en unnið hefur verið við upptekt aðalvélar skipsins ásamt ýmsum viðhaldsverkum.