Nýja Vestmannaey siglir inn til Eyja í fyrsta sinn í dag. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonNýja Vestmannaey siglir inn til Eyja í fyrsta sinn í dag.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson
  
Birgir Þór Sverrisson skipstjóri á Vestmannaey VE. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonBirgir Þór Sverrisson skipstjóri á Vestmannaey VE. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonVestmannaey VE  kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Í tilefni heimkomunnar ræddi heimasíðan stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og var fyrst spurt hvernig honum litist á nýja skipið. „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við fullkomnari aðstaða að flestu leyti. Má þar til dæmis nefna vinnuumhverfið á millidekki og í brúnni en þar er um mikla breytingu að ræða. Þá má nefna að í skipinu eru tvær vélar og tvær skrúfur og ég tel fullvíst að það hafi í för með sér meiri togkraft. Skipið er einkar hljóðlátt. Það heyrist lítið í vélunum og öll spil eru knúin rafmagni. Þá er þetta skip sérstaklega mjúkt og fer vel með mannskapinn. Við fengum kaldaskít á leiðinni til landsins og upplifðum þá hvernig það fer í sjó. Það er svo sannarlega tilhlökkunarefni að fara að fiska á þetta skip en það mun ekki gerast fyrr en um mánaðamótin ágúst-september. Það á eftir að ganga frá búnaði á millidekkinu en sú vinna verður hafin í Vestmannaeyjum og síðan verður dekkið klárað í Slippnum á Akureyri“, segir Birgir Þór.
             
Upplýsingar um nýja Vestmannaey:
 
               Lengd            28,9 m
               Breidd          12 m
               Brúttótonn  611
               Nettótonn   183,4
               Klassi           DNVGL+1A1
               Aðalvél        2x Yanmar 6EY17W 294 kw
               Hjálparvél    Nogva Scania DI13 HCM534CDE-1 1800/mín
               Gír                2x Finnoy, hvor með sinn rafal. Skrúfáshraði 205/mín
               Skrúfa          2x Finnoy, 2 m í þvermál. Silent fishing.
               Hliðarskrúfa frá Brunvoll
               Allar vindur rafdrifnar frá SeaOnics
              Togvindur knúnar PM sísegulmótor
              Löndunarkrani frá Aukra Marine
              Autotroll frá Scantrawl
               Skilvindur frá Westfalia
                   -tvær smurolíuskilvindur
                   -ein eldsneytisskilvinda
                   -ein austursskilvinda
              Rafkerfi 440 volt 60 rið tvískipt, sb,bb
              Flest tæki í brú frá Furuno
              3D mælir frá Wasp
              Skjákerfi og stjórnbúnaðarkerfi frá SeaQ
              Rafkerfi frá Vard Electro
              Björgunarbúnaður frá Viking