Eins og lesendum síðunnar er fullkunnugt um voru í gær, 10. febrúar, liðin rétt 40 ár síðan „Stóri Börkur“ kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað. Árið 2012 festi fyrirtækið kaup á nýjum Berki NK og fékk „Stóri Börkur“ þá nafnið Birtingur NK. Birtingur NK var gerður út til loðnuveiða á vertíðinni 2012 og hóf á ný veiðar í síðustu viku.