Birtingur NK (áður Börkur NK) kom að landi með 1.200 tonn af loðnu þegar rétt 40 ár voru liðin frá því að Síldarvinnslan eignaðist skipið.   Ljósm. Þórhildur EirEins og lesendum síðunnar er fullkunnugt um voru í gær, 10. febrúar, liðin rétt 40 ár síðan „Stóri Börkur“ kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað.  Árið 2012 festi fyrirtækið kaup á nýjum Berki NK og fékk „Stóri Börkur“ þá nafnið Birtingur NK.  Birtingur NK var gerður út til loðnuveiða á vertíðinni 2012 og hóf á ný veiðar í síðustu viku.