Löndun úr Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonLöndun úr Barða NK. Ljósm. Hákon ErnusonTogararnir Blængur NK, Barði NK, Bergey VE og Gullver NS eru allir að landa í dag en Bjartur NK landaði í gær. Blængur er að landa á Akureyri, Gullver á Seyðisfirði, Bergey í Vestmannaeyjum, Barði í Neskaupstað og Bjartur landaði í Neskaupstað í gærdag.
 
Afli frystitogarans Blængs er 425 tonn upp úr sjó og er uppistaða aflans ufsi, þorskur og karfi. Frystitogarinn Barði kom með fullfermi að landi og er aflinn að meginhluta til grálúða og þorskur. Ísfisktogarinn Bergey er að landa um 60 tonnum og Gullver 70 tonnum. Afli ísfisktogarans Bjarts var síðan um 80 tonn.
 
Gert er ráð fyrir að ísfisktogararnir haldi til veiða á ný um miðja vikuna og Barði í vikulokin.