Togað í rökkrinu. Ljósm. Guðmundur AfreðssoTogað í rökkrinu. Ljósm. Guðmundur AfreðssonTogarar Síldarvinnslunnar og dótturfélaga koma allir inn og landa fyrir páskana. Öll skipin taka hlé frá veiðum yfir hátíðina að Gullver NS undanskildum.
 
Bjartur NK kom úr sinni fyrstu veiðiferð að afloknu togararalli sl. mánudag. Hann landaði 70 tonnum í Neskaupstað og var uppistaða aflans þorskur og karfi.
 
Gullver NS landaði einnig sl. mánudag á Seyðisfirði. Aflinn var 74 tonn og rétt eins og hjá Bjarti var þorskur og karfi uppistaða aflans. Gullver hélt á ný til veiða í gærkvöldi.
 
Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru bæði að landa fullfermi, 70 tonnum, í Vestmannaeyjum í dag. Hjá báðum skipum er aflinn að mestu þorskur, ufsi og karfi.
 
Frystitogarinn Barði NK hélt til veiða hinn 27. febrúar, millilandaði snemma í marsmánuði og lauk síðan veiðiferðinni þegar hann kom til Neskaupstaðar í gær. Afli skipsins í túrnum er 600 tonn upp úr sjó, þar af rúm 400 tonn af gullkarfa.