Bjartur NK kom úr sinni fyrstu veiðiferð að afloknu togararalli sl. mánudag. Hann landaði 70 tonnum í Neskaupstað og var uppistaða aflans þorskur og karfi.
Gullver NS landaði einnig sl. mánudag á Seyðisfirði. Aflinn var 74 tonn og rétt eins og hjá Bjarti var þorskur og karfi uppistaða aflans. Gullver hélt á ný til veiða í gærkvöldi.
Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru bæði að landa fullfermi, 70 tonnum, í Vestmannaeyjum í dag. Hjá báðum skipum er aflinn að mestu þorskur, ufsi og karfi.
Frystitogarinn Barði NK hélt til veiða hinn 27. febrúar, millilandaði snemma í marsmánuði og lauk síðan veiðiferðinni þegar hann kom til Neskaupstaðar í gær. Afli skipsins í túrnum er 600 tonn upp úr sjó, þar af rúm 400 tonn af gullkarfa.