Loðnuveiðin var þokkaleg í gær og ágæt spá fyrir næstu daga.
Birtingur NK og Börkur NK eru á leið í Helguvík með fullfermi, Beitir NK er á leið til Norðfjarðar og verður bæði unnið úr honum í bræðslu og frystingu.
Vilhelm EA er að landa fullfermi á Seyðisfirði. Hákon EA og Erika eru að veiðum.
Bjartur NK hélt til veiða í gær en hann landaði á þriðjudaginn um 60 tonnum og var uppistaða aflans þorskur. Barði NK er að veiðum.