Börkur NK kom til Norðfjarðar í gær með um 1.400 tonn af kolmunna.  Börkur var við veiðar á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi en þar hefur veiðin dregist verulega saman síðustu daga.
Bjarni Ólafsson AK landar einnig í dag um 200 tonnum af kolmunna sem skipið fékk á sömu slóðum og Börkur.

Barði NK landaði fyrir helgina frystum afurðum að verðmæti um 81 milljón og var uppistaða aflans karfi.  Barði NK heldur aftur til veiða í dag.
Bjartur NK landaði á Norðfirði í gær um 70 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og ufsi.  Bjartur NK heldur aftur til veiða í dag.