Björgvin Jónsson.  Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarða Björgvin Jónsson.  Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar
Herbert Benjamínson. Mynd: Skjala- og myndasafn NorðfjarðarHerbert Benjamínson.
Mynd: Skjala- og myndasafn Norðfjarðar

 

 
Í dag eru tveir fyrrverandi starfsmenn Síldarvinnslunnar jarðsungnir. Þetta eru þeir Björgvin Jónsson og Herbert Benjamínsson. Útför Björgvins fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík en Herberts frá Norðfjarðarkirkju.
 
Björgvin hóf störf hjá Síldarvinnslunni árið 1965 þegar hann réðst sem vélstjóri á Barða NK, fyrsta skipið í eigu fyrirtækisins. Björgvin átti farsælan feril á skipum Síldarvinnslunnar og var lengst af vélstjóri á Berki NK. Árið 1981 lauk sjómannsferlinum og þá hóf Björgvin störf á skrifstofu fyrirtækisins. Þar starfaði hann í tvo áratugi.
 
Herbert hóf störf hjá Síldarvinnslunni skömmu eftir að fyrirtækið hóf útgerð, en þá réðst hann sem stýrimaður á Bjart NK. Síðar var hann stýrimaður á Birtingi NK og á skuttogaranum Bjarti. Á Bjarti var hann til ársins 1977 en þá var hann ráðinn skipstjóri á Barða. Herbert var skipstjóri á togurum í eigu Síldarvinnslunnar til ársins 1991 og ávallt hét skipið sem hann stýrði Barði, en Barði var endurnýjaður í tvígang á meðan Herbert var þar við stjórnvöl.
 
Síldarvinnslan vill senda eftirlifandi eiginkonum og öðrum aðstandendum þeirra Björgvins og Herberts innilegar samúðarkveðjur.