Mánudagskvöldið 16. desember kl. 20 verður boðið upp á glæsilega jólatónleika í Egilsbúð í Neskaupstað. Fram munu koma söngvararnir Pálmi Gunnarsson og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt Unni Birnu Björnsdóttir sem er þjóðþekkt fyrir söng og fiðluleik. Úrvalshljómsveit mun annast hljóðfæraleikinn á tónleikunum.
                
Síldarvinnslan hefur ákveðið að hvetja starfsfólk sitt til að sækja tónleikana og er því boðið að fá tvo aðgöngumiða á verði eins. Til að komast í almennilegt jólaskap er ekkert betra en að sækja góða og ljúfa jólatónleika.
                
Starfsmenn fara inn á  Eastland.is/svn  og skrá sig fyrir miðum, upphæðin verður síðan skuld færð með næsta launauppgjöri.