Ufsavinnsla í fiskiðjuverinu. Ljósm.Hákon ErnusonUfsavinnsla í fiskiðjuverinu. Ljósm.Hákon ErnusonUfsavinnsla hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sl. fimmtudag en að undanförnu hefur ufsi verið unnin þegar vinnsla á uppsjávarfiski hefur ekki farið fram.  Ufsi var til dæmis unninn nokkra daga í janúar áður en loðnuvinnsla hófst og reyndar einnig í örfáa daga í desember. Þar á undan fór ufsavinnsla síðast fram árið 2014. Ráðgert er að vinna einnig karfa í fiskiðjuverinu og er þessa dagana unnið að undirbúningi þeirrar vinnslu.
 
Tæplega 20 manns starfa nú við ufsavinnsluna en allmargir fastir starfsmenn fiskiðjuversins hafa tekið sér frí. Reyndar er lögð áhersla á að sem flestir fastir starfsmenn hafi lokið sínu sumarleyfi fyrir miðjan júlí. Um þessar mundir er verið að fara yfir umsóknir sumarstarfsmanna en þeir munu væntanlega taka þátt í vinnslu á ufsa og karfa áður en vinnsla á makríl og síld hefst í júlímánuði. Gert er ráð fyrir að sumarstarfsmennirnir geti hafið störf 13. júní.