Gott kolmunnahol hjá Beiti NK í færeysku lögsögunni. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonGott kolmunnahol hjá Beiti NK í færeysku lögsögunni.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Fyrsti kolmunninn úr færeysku lögsögunni barst til verksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði nú fyrir páskana. Nú eru komin á land um 12.000 tonn og meira á leiðinni. Veiðin hefur verið þokkaleg að undanförnu.
 
Til Seyðisfjarðar kom Margrét EA með 2.000 tonn hinn 16. apríl og Bjarni Ólafsson AK með 1.700 tonn hinn 18. apríl. Börkur NK kom síðan með rúm 2.100 tonn hinn 20. apríl og nú er verið að landa 1.500 tonnum úr Hákoni EA.
 
Til Neskaupstaðar kom Beitir NK með 3.200 tonn hinn 20. apríl og Bjarni Ólafsson AK með 1.100 tonn í gærkvöldi. Polar Amaroq mun landa þar rúmlega 200 tonnum í kvöld, en skipið kemur í land til að lagfæra veiðarfæri og Margrét EA er á leiðinni með 2.000 tonn.
 
Að sögn Gunnars Sverrissonar verksmiðjustjóra á Seyðisfirði er kolmunninn fínt hráefni enda kemur fiskurinn vel kældur úr skipunum. Á þessum árstíma er kolmunninn þó ekki mjög feitur. Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóri í Neskaupstað tekur undir með Gunnari og segir að vinnslan gangi mjög vel.