Umhverfisframkvæmdum við fiskiðjuverið að ljúka.  Ljósm. Þórhildur Eir SigurgeirsdóttirUmhverfisframkvæmdir við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hófust um 10. júní og mun þeim ljúka í þessari viku. Framkvæmdirnar eru allumfangsmiklar og felast meðal annars í mótun lands og vegkanta, hellulögn, smíði mikils timburpalls, gerð beða og gróðursetningu trjáa og runna. Umrætt svæði er áberandi og blasir við þegar ekið er eftir þjóðveginum inn í Neskaupstað.

Það er Tandraberg ehf. sem annast framkvæmdirnar en lóðin var hönnuð af Landmótun. Einar B. Kristjánsson framkvæmdastjóri Tandrabergs segir að lóðarframkvæmdin hafi gengið vel í alla staði og hún sé fullkomlega á áætlun.