11655330 10207595649555887 511002650 n

Glæsilegur umhverfishópur að störfum. Ljósm: Hákon Ernuson

Umhverfishópur Síldarvinnslunnar undir stjórn Sigfúsar Sigfússonar hóf störf í byrjun júnímánaðar. Hópurinn er skipaður 12 ungmennum á aldrinum 17-23 ára og sinnir hann fjölbreyttum verkefnum. Á meðal verkefna sem eru á dagskrá eru tiltekt, þrif, gróðursetningar og málningarvinna. Gert er ráð fyrir að drjúgur hluti hópsins hefji störf í fiskiðjuverinu þegar makrílvertíð hefst.

11356326 10207595666356307 1867582856 n

Þau eru ýmis verkefnin sem umhverfishópurinn þarf að leysa. Ljósm: Hákon Ernuson

Að sögn Sigfúsar Sigfússonar er árangur af starfi hópsins mjög góður enda sinnir hann þörfum og mikilvægum verkefnum. „Allir sem eiga leið um athafnasvæði Síldarvinnslunnar verða varir við árangurinn af starfinu og nú þegar er sýnt að hann er mjög góður,“ sagði Sigfús. „Þetta er dugnaðarfólk og mjög áhugasamt, enda ríkir fínn vinnuandi innan hópsins ,“ sagði Sigfús að lokum.