Skilafrestur til að sækja um í afmælissjóð Síldarvinnslunnar hf. rann út þann 1. október s.l. Alls bárust 22 umsóknir upp á rúmlega 27 milljónir. 6 umsóknir bárust vegna íþróttamála, 9 vegna menningarmála og 7 vegna menntunarmála. Mun nú sérstök nefnd fara yfir umsóknirnar og verður tilkynnt á afmælisdeginum sjálfum þann 11. desember hverjir hljóta styrk.