![Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri stýrir hrognavinnslunni. Ljósm. Hákon Ernuson](https://svn.is/wp-content/uploads/2020/08/FV_hrogn_mars_2015_HE.jpg)
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu segir að almennt megi segja að hrognavinnslan gangi vel og farmarnir sem nú berist að landi skili miklu af hrognum. Þá sé stór hluti hrognanna í úrvalsgæðaflokki.
Í Helguvík eru hrogn unnin í samvinnu við Saltver. Að sögn Guðjóns Helga Þorsteinssonar gengur hrognavinnslan vel þar. „Við erum að ljúka við að skera úr Vilhelm Þorsteinssyni og við kláruðum Beiti í gærkvöldi,“ sagði Guðjón. „Það er að koma mikiðaf fallegum hrognum úr þessu og hrygnuhlutfallið í aflanum er býsna hátt. Þetta er alveg eins og þetta á að vera,“ sagði Guðjón að lokum.
Veiðiskipin byrjuðu að kasta á miðunum í morgun og fréttist að Beitir hefði fengið um 300 tonn í fyrsta kasti.