DSC 2938 a

Frá fiskvinnslustöð Gullbergs á Seyðisfirði . Ljósm: Ómar Bogason

 

Fiskvinnsla í fiskvinnslustöð Gullbergs á Seyðisfirði hefur gengið vel að undanförnu og í þeirri viku sem nú er að líða hafa yfir 100 tonn verið unnin.

Sigfús Gunnarsson verkstjóri í móttökunni er mjög ánægður með það hvernig vinnslan gengur: „Við toppum okkur í þessari viku og förum yfir 100 tonn,“ sagði Sigfús. „Á miðvikudag fóru 28,7 tonn í gegnum húsið og það er stærsti dagur þessa frystihúss. Fyrir áratugum síðan gæti hafa verið unnið eitthvað meira á dag eða á viku hér á staðnum en þá var verið að frysta, vinna skreið og salta fisk allt í senn. Athyglisvert er að ekki hefur verið unnin yfirvinna í vikunni en sumarstarfsfólk hefur nú hafið vinnu og eykur það afköst. Hér eru menn afar ánægðir með þetta. Það er séð til þess að við fáum nægan fisk og menn hafa virkilega trú á okkur starfsfólkinu,“ sagði Sigfús að lokum.