Fyrirtæki hafa verið hvött til að miðla upplýsingum til starfsfólks um kórónaveiruna. Sóttvarnarlæknir hefur fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og lagt áherslu á að fyrirtæki hafi ákveðnu hlutverki að gegna þegar heimsfaraldrar brjótast út. Fyrirtækjunum er ætlað að sinna kynningarstarfi og miðla til dæmis upplýsingum frá Landlæknisembættinu til starfsmanna sinna, sérstaklega þeirra starfsmanna sem þurfa að sinna erindum erlendis.
 
Sóttvarnarlæknir vill hvetja einstaklinga á ferðalögum erlendis, sérstaklega í Kína að:
 
  • Gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.
  • Forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með hósta og almenn kvefeinkenni.
  • Forðast samneyti við villt dýr eða dýr á almennum mörkuðum.
  • Nota pappír/klút fyrir vit við hnerra þegar um kvefeinkenni er að ræða og þvo hendur reglulega.
  • Láta heilbrigðisstarfsmenn vita um ferðir sínar ef einstaklingar þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins hér á landi.
 
Nánari upplýsingar um eðli kórónaveirunnar og sýkingavarnir er að finna á vef Landlæknisembættisins og eru starfsmenn Síldarvinnslunnar hvattir til að kynna sér þær: