Beitir NK að landa loðnu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonBeitir NK að landa loðnu í Neskaupstað. Ljósm. Hákon ErnusonHeimasíðan sló á þráðinn til Tómasar Kárasonar skipstjóra á Beiti í morgun. Skipið var þá á Herdísarvíkinni og var að bíða eftir að dálítill loðnublettur gæfi sig. Loðnuflotinn er nú mest að leita á öllu svæðinu frá Reykjanesi og austur að Vestmannaeyjum en eins fékkst loðna í Fjallasjónum í gær. „Í reyndinni var ágætt í gær og þá fengum við 600-700 tonn og erum komnir með 800 tonn um borð,“ sagði Tómas. „Það virðist vera mun minni áta í loðnunni sem fékkst í gær en hefur verið að undanförnu, en átan hefur auðvitað skapað mikil vandræði í vinnslunni. Vonandi rætist úr þessu þegar kemur fram á daginn en í sannleika sagt vantar allan kraft í þetta,“ sagði Tómas að lokum.