Vedur 3 mars 2020 KB
 
Tíðarfarið í vetur hefur reynst sjómönnum erfitt; hver brælan hefur rekið aðra og sjólag oft með versta móti. Sjómenn á frystitogurum eru orðnir langþreyttir á veðurfarinu enda eru veiðiferðirnar hjá þeim lengri en hjá öðrum sjómönnum. Að vera úti á sjó og stunda störf sín í haugabrælu samfellt í heilan mánuð reynir á alla menn. Við slíkar aðstæður verða störfin um borð helmingi erfiðari en ella og þegar líður á veiðiferðina vilja dagarnir verða býsna langir. Það eru ekki síst áhafnir frystitogaranna sem bíða eftir hækkandi sól og betri tíð. Þegar vorar verður allt bjartara og betra.
 
Kristján Birkisson, háseti á frystitogaranum Blængi NK, tók meðfylgjandi myndir í síðustu veiðiferð skipsins. Veiðiferðin var lítt frábrugðin öðrum í vetur; það var veðrið sem stjórnaði því hvar var fiskað og hraktist skipið undan veðrinu á milli miða. Engu að síður var komið að landi með góðan og verðmætan afla.
 
Vedur 1 mars 2020 KB    Vedur 2 mars 2020 KB
 
Vedur 4 mars 2020 KB   Vedur 5 mars 2020 KB