Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða annað kvöld. Fyrsti túr skipsins á árinu verður langur eða 40 dagar.
Ljósm. Smári Geirsson

Vestmannaey VE hélt til veiða að afloknu jóla- og áramótafríi um miðnætti 1. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og hefur aflað vel. Gert er ráð fyrir að það komi til löndunar á morgun. Bergur VE mun halda til veiða á morgun.

Gullver NS er í slipp á Akureyri þar sem öxuldráttur fer fram. Áætlað er að skipið geti haldið til veiða um komandi helgi.

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða annað kvöld. Fyrsti túr ársins verður langur eða 40 dagar. Að loknum þessum fyrsta túr er ráðgert að skipið haldi til veiða í Barentshafi.

Uppsjávarveiðiskipin Barði NK, Beitir NK og Börkur NK munu í nótt halda til kolmunnaveiða í færeyskri lögsögu. Gert er ráð fyrir að veitt verði austan við eyjarnar og eru rúmlega 300 mílur frá Neskaupstað á miðin.