Beitir NK landaði 1600 tonnum af íslenskri sumargotssíld sl. mánudag. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBeitir NK landaði 1600 tonnum af íslenskri sumargotssíld sl. mánudag. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonÍslenskri sumargotssíld hefur verið landað í Neskaupstað að undanförnu. Beitir NK landaði um 1.600 tonnum sl. mánudag og í kjölfar hans kom Margrét EA og landaði um 1.900 tonnum. Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti segir að aflinn hafi verið breytilegur í veiðiferðinni. „Það var misjöfn veiði en aflinn fékkst í sjö holum og það var lengi dregið eða í átta til tólf tíma. Við vorum allan tímann að veiðum í Faxadýpinu. Besta holið gaf 500 tonn en síðan voru þetta gjarnan um 200 tonna hol,“ segir Tómas.
 
Börkur NK hélt til síldveiða í mánudagskvöld en gert er ráð fyrir að Beitir haldi fljótlega til kolmunnaveiða.