Makrílvinnsla gengur vel. Ljósm. Sylvía Kolbrá HákonardóttirMakrílvinnsla gengur vel. Ljósm. Sylvía Kolbrá HákonardóttirMakrílvertíðin hófst hjá Síldarvinnslunni um 10. júlí. Um verslunarmannahelgina hafði 9.383 tonnum verið landað til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og kemur sá afli af þremur skipum; Berki NK, Beiti NK og Bjarna Ólafssyni AK. Þá höfðu frystiskipin Kristina EA og Hákon EA landað um 3.500 tonnum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar fyrir helgina.
 
Um helgina gengu veiðar vel og kom Börkur með 600 tonn til löndunar í gær. Beitir er að leggja af stað í land þegar þetta er ritað með 850 tonn. Bjarni Ólafsson er á miðunum. Frystiskipið Vilhelm Þorsteinsson landaði  500 tonnum í gær og Kristina er að landa  rúmlega 2.000 tonnum í dag.