Bjarni Ólafsson AK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBjarni Ólafsson AK. Ljósm. Þorgeir BaldurssonBjarni Ólafsson AK kom með 980 tonn af norsk-íslenskri síld til Neskaupstaðar í morgun. Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að veiðiferðin hafi gengið afar vel. „Við fengum 980 tonn í þremur holum. Hvert hol tók um þrjá og hálfan tíma og við vorum um  17 klukkutíma að veiðum. Veiðiferðin var því vel lukkuð og síldin er góð og rosalega falleg. Við vorum að veiðum í Smugunni alveg austur við norsku línuna. Veiðisvæðið var um það bil 380 mílur austur af Dalatanga,“ segir Runólfur.
 
Beitir NK er um það bil að koma á miðin en Börkur NK er enn í höfn eftir að hafa landað góðum afla fyrir helgina. Ljóst er að brátt mun veiði á norsk-íslensku síldinni  ljúka hjá Síldarvinnsluskipunum en síðan munu þau væntanlega snúa sér að veiðum á íslenskri sumargotssíld.