Birtingur NK kemur með síðasta farm vertíðarinnar í dag. Ljósm. Hákon ErnusonBirtingur NK kemur með síðasta farm vertíðarinnar í dag. Ljósm. Hákon ErnusonSkip Síldarvinnslunnar hafa lokið veiðum á norsk-íslenskri síld á þessari vertíð. Börkur NK kom úr sinni síðustu veiðiferð á þriðjudagskvöld. Afli skipsins var 660 tonn og fengust þau í tveimur stuttum holum á Glettinganesflaki. Birtingur NK kom síðan með síðasta farm vertíðarinnar til Neskaupstaðar í dag. Afli hans var 640 tonn sem fékkst í þremur holum í Norðfjarðar- og Seyðisfjarðardýpi. „Þetta er falleg síld eins og verið hefur alla vertíðina,“ sagði Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri.
 
Næsta verkefni uppsjávarskipanna verður veiðar á íslenskri sumargotssíld. Nokkur skip hafa þegar hafið þær veiðar vestur af landinu.